Viggó hetjan gegn stórliðinu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 6. desember | 11:25 
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var hetja þýska liðsins Leipzig er það lagði stórliðið Flensburg, 31:30, í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn var.

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var hetja þýska liðsins Leipzig er það lagði stórliðið Flensburg, 31:30, í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn var.

https://www.mbl.is/sport/handbolti/2022/12/06/runar_er_akkurat_retti_madurinn/

Íslenska skyttan skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum, með sínu níunda marki í leiknum. Var Viggó markahæstur á vellinum.

Leipzig hefur átt afar góðu gengi að fagna eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu á dögunum. Hefur liðið unnið alla fimm leiki sína undir stjórn Rúnars, eftir aðeins einn sigur í ellefu leikjum þar á undan.

Myndskeið af sigurmarkinu og einlægum fagnaðarlátum leikmanna Leipzig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.  

Þættir