Ástarsprengjan í Love Island springur á mánudaginn

FÓLKIÐ  | 20. janúar | 9:59 
Það væsir ekki um þátttakendur í nýjustu þáttaröðinni af Love Island. Á meðan á tökum stóð bjuggu þeir í afskekktri glæsivillu þar sem ekkert var til sparað. Í þáttunum er grátið, hlegið og ástarsprengjum varpað linnulaust. Love Island er ein vinsælasta raunveruleikaþáttaröð á Íslandi í dag sem kemur ekki á óvart því í þáttunum er allt látið flakka.

Það væsir ekki um þátttakendur í nýjustu þáttaröðinni af Love Island. Á meðan á tökum stóð bjuggu þeir í afskekktri glæsivillu þar sem ekkert var til sparað. Í þáttunum er grátið, hlegið og ástarsprengjum varpað linnulaust. Love Island er ein vinsælasta raunveruleikaþáttaröð á Íslandi í dag sem kemur ekki á óvart því í þáttunum er allt látið flakka. 

Leitin að hinni einu sönnu ást getur verið flókin og erfið. Það þekkja það allir sem hafa haldið út í þá vegferð. Það kemur því ekki á óvart að fólk leiti nýrra leiða til þess að finna ástina eins og gert er í þáttunum. 

Ástarsprengjan springur í Sjónvarpi Símans á mánudaginn kemur. 

Þættir