Fjarsambandið hefur virkað vel

ÍÞRÓTTIR  | 20. janúar | 12:51 
„Við höfum látið þetta virka vel,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

„Við höfum látið þetta virka vel,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Synir Íslands: Gísli Þorgeir Kristjánsson

Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall, er í sambúð með Rannveigu Bjarnadóttur en hann hefur verið búsettur í Þýskalandi undanfarin ár á meðan hún hefur verið búsett á Íslandi.

„Ég hef verið duglegur að fara heim og hún hefur líka verið dugleg að koma út til mín,“ sagði Gísli Þorgeir.

„Þetta hefur virkað vel,“ bætti Gísli Þorgeir við.

Gísli Þorgeir er í aðalhlutverki í sjötta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Þættir