Fulllangt að fara í búningamátun

INNLENT  | 26. janúar | 11:28 
Ólafur Darri hefur nóg að gera í hlutverkum erlendis en hann hyggst nú einnig framleiða efni sjálfur með fyrirtæki sínu ACT4.

Ólafur Darri hefur nóg að gera í hlutverkum erlendis en hann hyggst nú einnig framleiða efni sjálfur með fyrirtæki sínu ACT4.  

Eru einhver hlutverk erlendis á döfinni? 

„Já, ég er að leika í annarri þáttaröð af seríu sem heitir Severance sem AppleTV gerir og Ben Stiller leikstýrir og framleiðir. Svo er ég að öllum líkindum að leika í annarri seríu í vor og í haust förum við í tökur á Ráðherranum 2. Þannig að danskortið mitt er eiginlega fullt fram undir jól. Fyrir utan svo vinnuna með fyrirtækinu mínu,“ segir hann.  

„Svo langar mig að fara að skrifa meira. Ég er byrjaður að leggja grunn að seríu með konu í aðalhlutverki, sem er mjög skemmtilegt. Ég þori ekki að segja of mikið,“ segir hann og brosir. 

Flýgur til Búdapest að máta föt 

Þú sagðir mér í símann að þú værir að fara til Búdapest. Hvað ertu að fara að gera þar? 

„Já, ég er að fara í búningamátun. Það er kannski fulllangt að fara,“ segir hann og hlær.  

„Ég er að öllum líkindum að fara að leika í seríu sem er skotin í Búdapest og New York og var beðinn að koma til Búdapest í búningamátun. Ég held að það sé að fara að gerast,“ segir hann kíminn.  

Spurður um hvaða fínu búninga hann sé að fara að máta segir hann það nú bara vera einhver nútímaföt.  

Það er bara verið að máta á þig jakkafötin? 

„Já, eða ég efast um að það verði svo fínt,“ segir hann og brosir. 

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni hér.  

Þættir