Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í gær dauðan hval sem flækst hafði í botnföstu tógi á Stakksfirði. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um hvalinn fyrr í vikunni en hræið var uppblásið og gat valdið hættu fyrir sjófarendur, þar sem það var í miðri leið milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar.
Siglingaleiðin á milli hafnanna lá í gegnum svæðið en hluta þess var úthlutað undir kræklingaeldi. Líklegt er því að að tógið sé hluti af kræklingaræktunarbúnaði, sem ekki er lengur í notkun.
Í kjölfar tilkynningarinnar var áhöfn Baldurs kölluð út og beðin um að halda á staðinn til að losa hvalinn og koma honum úr firðinum.
Áhöfninni tókst vel en í ljós kom að á svæðinu er meira um búnað, tóg og línur sem hvalir, selir og önnur sjávarspendýr geta hæglega fests í.
Meðfylgjandi eru myndir sem sýna frá losun hvalsins.