Tilþrifin: Heppnin ekki með Chelsea

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 22:50 
Chelsea hafði ekki heppnina með sér er liðið mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 0:0. Heimamenn í Chelsea fengu fín færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki.

Chelsea hafði ekki heppnina með sér er liðið mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 0:0. Heimamenn í Chelsea fengu fín færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki.

Kai Havertz átti m.a. skot í stöng og Tim Ream bjargaði á línu þegar David Datro Fofana virtist vera að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea. Þá skaut Enzo Fernández naumlega framhjá í sínum fyrsta leik með Chelsea.

Færin hjá Chelsea og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir