Myndskeið: Alexander Aron fékk rós frá Lizzo

FÓLKIÐ  | 19. febrúar | 16:17 
Alexander Aron Guðjónsson, rafvirki og förðunarfræðingur, segist enn vera að reyna að ná sér niður eftir að hafa fengið afhenta rós frá stórstjörnunni Lizzo á tónleikum hennar í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Alexander Aron Guðjónsson, rafvirki og förðunarfræðingur, segist enn vera að reyna að ná sér niður eftir að hafa fengið afhenta rós frá stórstjörnunni Lizzo á tónleikum hennar í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

„Ég svíf enn þá á einhverju bleiku skýi,“ segir Alexander spurður hvernig honum líði í dag eftir að Lizzo valdi hann úr hópi þúsunda áhorfenda.

„Okkur fannst fyndið að vera með textann „I love you Melissa Viviane Jefferson“, sem er fullt nafnið hennar á símanum mínum og hún kom og sá það og fannst það rosalega sætt og síðan þegar hún tók lagið Cause I love you gáfu allir dansararnir hennar henni rós sem hún kastar út í sal, en kom síðan sérstaklega til mín og gefur mér eina rós.“

Alexander var á tónleikunum með besta vini sínum en hann náði að festa atvikið á myndskeið sem er hægt að horfa á hér að ofan.

 

Byrjaði að of anda

Alexander segist hafa fengið stjörnur í augun og að hann hafi byrjað að ofanda þegar Lizzo nálgaðist hann. Alexander segist hafa farið á mjög marga tónleika í gegnum tíðina en að hans mati voru tónleikarnir í gær þeir allra bestu.

„Rósin er komin ofan í tösku og hún fer beint í ramma þegar ég er kominn heim.“

Uppáhalds lög Alexanders með listakonunni eru lögin Everybody's gay og Break up twice en að eigin sögn er hann mikill aðdáandi. Hann segir að næst á dagskrá séu tónleikar Beyoncé sem fara fram í maí og er hann búinn að kaupa miða fremst alveg upp við sviðið. Að hans sögn kostaði miðinn skildinginn en hann vonast til þess að fá einnig rós frá Beyoncé.

Alexander vinnur núna sem lýsingarhönnuður á verkfræðistofu en segist einnig vera áhrifavaldur.

Þættir