Prinsessu bjargað í Kópavogi

ÍÞRÓTTIR  | 14. mars | 10:18 
Um helgina mátti ganga inn í hálfgerða Marioveröld í rafíþróttahöllinni Arena þegar Mariofögnuðurinn MAR10 stóð yfir.

Um helgina mátti ganga inn í hálfgerða Marioveröld í rafíþróttahöllinni Arena þegar Mario-fögnuðurinn MAR10 stóð yfir. 

https://www.mbl.is/sport/esport/2023/02/19/gengid_inn_i_mario_verold_i_kopavogi/

https://www.mbl.is/sport/esport/2023/03/09/vill_sja_folk_i_hlutverki_mario_i_kopavogi/

 

 

Hetjur leituðu að krónum

Fögnuðurinn hófst með ratleik á föstudagskvöldið þar sem fjölda Mario-króna var að finna og hægt að skipta út fyrir verðlaun. En yfir helgina var ýmislegt fleira í gangi eins og keppnir í ýmsum leikjum frá Nintendo. Þar að auki gátu gestir leyst ýmsar þrautir til þess að bjarga prinsessunni Fíkju.

Ljúfir tónar léku við gesti þar sem ónefnt djassband, sem var reyndar kallað Mario Tríóið á staðnum, spilaði tónlist frá Marioveröldinni sjálfri á sviðinu en setti lögin í skemmtilegan djassbúning.

 

Á heimavelli

Keppt var í Mario Kart, Super Smash Bros og Pokémon og voru úrslitin í Mario Kart og Super Smash Bros spiluð og sýnd í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands í fyrradag.

 

 

Natasja Dagbjartardóttir hreppti, nú sem áður, fyrstu verðlaun í rafíþróttakeppni og þá fyrir öruggan sigur í Mario Kart, en er svo sannarlega á heimavelli þar því hún er ríkjandi Íslandsmeistari í leiknum.

Keppandi að nafni „Melih“ sýndi heldur en ekki af sér styrk þegar hann keppti í Super Smash Bros og hampaði bikarnum, en hann er ríkjandi Norðurlandameistari í þeim leik og má því segja að hann hafi einnig verið á heimavelli.

Fóru þau bæði heim með bros á vör og inneignarnótu fyrir safnútgáfu leiksins Zelda Tears of the Kingdom.

https://www.mbl.is/sport/esport/2022/09/03/aetladi_ekki_ad_maeta_en_vann_svo_motid/

 https://www.mbl.is/sport/esport/2023/03/12/urslitadagur_mario_con_og_spilad_fram_a_kvold/

Þættir