„Brá yfir blám loga“

INNLENT  | 16. mars | 13:46 
Einar skáld Benediktsson átti að hafa beitt sér fyrir sölu íslenskra norðurljósa. Líklega er þar þó lífseig flökkusaga á ferð telur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem ritaði ævisögu hans. Hvað sem allri sölumennsku líður bauðst landsmönnum óviðjafnanlegt sjónarspil á himni í gær og í nótt eins og sjá má hér á myndskeiði.

Sæv­ar Helgi Braga­son, eitt helsta át­orítet lands­ins á vett­vangi geim­vís­inda og stjörnu­fræði, reynd­ist sann­spár á Stjörnu­fræðivef sín­um þegar hann boðaði þar björt og kröft­ug norður­ljós í gær.

Ein­ar skáld Bene­dikts­son átti að hafa beitt sér fyr­ir sölu ís­lenskra norður­ljósa. Lík­lega er þar þó líf­seig flökku­saga á ferð tel­ur Guðjón Friðriks­son sagn­fræðing­ur sem ritaði ævi­sögu hans, en Vís­inda­vef­ur Há­skóla Íslands spurði Guðjón út í meinta norður­ljósa­sölu í til­efni fyr­ir­spurn­ar sem vefn­um barst á sín­um tíma.

 

 

Norður­ljósa getið í Þorsk­firðinga sögu

Kristó­fer Lilj­ar, sem starfar á Morg­un­blaðinu við hvers kyns fram­leiðslu og vinnslu mynd­skeiða,  var á ferð um Þing­velli og Kjós í nótt og fangaði leiktjöld­in grænu með töku­búnaði sín­um af stöku list­fengi svo sem les­end­ur geta notið af meðfylgj­andi skeiði. Tónlist á Bri­an Eno sjálf­ur.

Í Þorsk­firðinga sögu seg­ir svo af sýn Gull-Þóris á Háloga­landi í Nor­egi: „...sá Þórir, hvar eldr var, nær sem lýsti af tungli, ok brá yfir blám loga. Þórir spurði, hvat lýsu þat væri. Úlfr seg­ir: „Ekki skulu þér þat for­vitn­ast, því at þat er ekki af manna völd­um.“ Þórir svar­ar: „Því mun ek þó eigi vita mega, þótt tröll ráði fyr­ir?““

 

 

Þættir