Benedikt er kominn á líknardeild í nýjustu seríunni

FÓLKIÐ  | 17. mars | 8:43 
Laddi snýr aftur í þriðju seríunni um Benedikt Björnsson í þáttaröðinni Arfurinn minn.

Laddi snýr aftur í þriðju seríunni um Benedikt Björnsson í þáttaröðinni Arfurinn minn. Í þessari seríu er Benedikt lagstur inn á líknardeild og fær þær fregnir að hann eigi ekki langt eftir. Hann ákveður að eftirláta Birni syni sínum allt sem hann átti og virðist sætta sig við dauðann þar til hann kynnist sjúklingi sem sannfærir hann um að taka upp kveðjumyndbönd fyrir fjölskylduna.

„Við vitum að íslenskt leikið sjónvarpsefni færgóðar viðtökur og áhorfendur eru þakklátir fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri Símans en þáttaröðin kemur í heild sinni inn 5. apríl. 

Frstu tvær þáttaraðirnar slóu í gegn hjá Símanum og hafði engin þáttaröð hlotið víðlíkar móttökur og Jarðarförin mín þegar hún var frumsýnd á sínum tíma.

„Áhorfendur geta nú hitað upp fyrir nýja þáttaröð en bæði Jarðarförina mína og Brúðkaupið mitt eru aðgengilegar nú þegar.“

 

Þættir