Lögreglustarfið er frábært

ÍÞRÓTTIR  | 20. mars | 15:22 
„Ég fór í nám í lögreglufræðum og er starfandi lögreglumaður í dag,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

„Ég fór í nám í lögreglufræðum og er starfandi lögreglumaður í dag,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/237093/

Sveinbjörn, sem er 33 ára gamall, hefur látið lítið fyrir sér fara í júdóheiminum að undanförnu en hann hafði sett stefnuna á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó sumarið 2021.

„Mér finnst þetta frábært starf og ég hef fundið mig mjög vel í því,“ sagði Sveinbjörn.

„Það er margt úr júdóinu sem hefur nýst mér vel í starfinu eins og til dæmis virðingin sem maður á að bera fyrir öðru fólki,“ sagði Sveinbjörn meðal annars.

Viðtalið við Sveinbjörn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þættir