Eldið gæti skilað 550 þúsund tonnum

VIÐSKIPTI  | 22. mars | 14:08 
Á tveimur áratugum mætti byggja upp atvinnugreina á Íslandi sem skilað gæti 450 milljörðum króna. Þetta segir formaður SFS þegar rættt er um framtíðarmöguleika eldisstarfsemi hér á landi.

Efla þarf stjórnsýsluna hér á landi til þess að byggja megi upp öflugt fiskeldi hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri SFS. Mikilvægt sé að allir vinnviðir, meðal annars í stjórnkerfinu vaxi og styrkist samhliða auknum usmvifum í fiskeldinu en á síðasta áratug hefur það vaxið um nærri 45 þúsund tonn úr næstum engu. Á komandi árum gætu umsvifin hins vegar meira en tífaldast ef rétt er haldið á málum.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS er gestur Dagmála ásamt Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss þar sem rætt er um tækifærin í fiskeldi hér á landi en starfsemin gætu skilað íslensku þjóðarbúi hundruðum milljarða í útflutningsverðmætum á ári hverju ef rétt er haldið á málum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:

mbl.is

Þættir