Forboðið svæði opnað og munkum gæti fjölgað

ÍÞRÓTTIR  | 22. mars | 14:54 
Ný tækifæri innan World of Warcraft eru nú í boði fyrir leikmenn þar sem nýtt svæði hefur verið opnað á Drekaeyjunum, fleiri geta spilað sem munkar og eins geta drekar lært ný brögð er þeir fljúga um himininn.

Ný tækifæri innan World of Warcraft eru nú í boði fyrir leikmenn þar sem nýtt svæði hefur verið opnað á Drekaeyjunum, fleiri geta spilað sem munkar og eins geta drekar lært ný brögð er þeir fljúga um himininn.

Með nýrri uppfærslu á leiknum var lokaða svæðið Forbidden Reach á Drekaeyjunum opnað og geta leikmenn nú leitað sannleikans um sögu Dracthyra Evokera.

Lífgað upp á leikinn

Hvert ævintýri á sér upphaf og hefst ævintýri leikmanna í Forbidden Reach á Morquet Islet, þar sem fjölda kaupmanna má finna ásamt annarra aðila sem geta gefið leikmönnum verkefni.

Nýjir endakarlar, verkefni og fjársjóðir lífga svo sannarlega upp á leikinn fyrir þá sem eru langt komnir en margir hafa beðið eftir þessarri uppfærslu með eftirvæntingu.

Munkum gæti fjölgað

Líkt og kemur fram hér að ofan geta fleiri spilað Munkaklassann, en það eru kynþættirnir Lightforged Draenei, Worgen og Goblin sem geta nú beislað og tamið lífsorkuna sína og spilað sem munkar.

Veltir blaðamaður því fyrir sér hvort að munkum muni fjölga innanleikjar vegna þessa en nokkrar breytingar voru einnig gerðar á klassanum sjálfum.

Orkar og menn geta nú litað hárið sitt í nýjum litum ásamt því að geta klæðst nýjum brynklæðum, en nánar um hvað felst í nýjustu uppfærslunni má lesa á heimasíðu World of Warcraft.

Þættir