Hekla: Trúði ekki að þetta myndi gerast

ÍÞRÓTTIR  | 8. september | 18:30 
Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, fyrirliði Fylkis, segir leikmenn liðsins staðráðna í að gera veru sína í 1. deild sem allra stysta en þar mun Fylkir leika næsta sumar eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í dag.

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, fyrirliði Fylkis, segir leikmenn liðsins staðráðna í að gera veru sína í 1. deild sem allra stysta en þar mun Fylkir leika næsta sumar eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í dag.

Fylkir hefur verið í baráttunni í efri hluta úrvalsdeildarinnar síðustu ár en gekk skelfilega á seinni helmingi Íslandsmótsins í ár þar sem ekki bætti úr skák að missa nokkra leikmenn í ágústmánuði í nám til útlanda og annað.

Möguleiki Fylkis í dag fólst í að vinna Þór/KA og treysta á að Valur ynni Aftureldingu. Fylkir komst yfir í sínum leik en tapaði að lokum 2:1 á meðan Afturelding og Valur gerðu 4:4 jafntefli.

Nánar er rætt við Heklu í Morgunblaðinu á mánudaginn.

Þættir