Martin Luther King heiðraður

INNLENT  | 16. apríl | 18:40 
Jón Gnarr, borgarstjóri, Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78 og Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, lásu í dag upp brot úr frægu bréfi sem Martin Luther King yngri skrifaði fyrir fimmtíu árum síðan. En það þykir vera einn merkilegasti texti sem ritaður hefur verið á enska tungu.

Jón Gnarr, borgarstjóri, Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78 og Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, lásu í dag upp brot úr frægu bréfi sem mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King yngri skrifaði fyrir fimmtíu árum síðan. En það þykir vera einn merkilegasti texti sem ritaður hefur verið á enska tungu. 

„Bréfið frá Birmingham fangelsi“ var svar King við yfirlýsingu átta hvítra presta frá Alabama um réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum þar sem þeir sögðu að baráttan ætti eingöngu að fara fram fyrir dómstólum, ekki á götum úti. Í því lagði King hugmyndafræðilegan grunn fyrir friðsamlega réttindabaráttu sína og útskýrði af hverju almenn mótmæli væri nauðsynleg.

Tilgangurinn með gjörningnum sem fór fram í Borgarskjalasafni í Grófarhúsi var að vekja athygli á friðsamlegri mannréttindabaráttu en sambærilegir gjörningar fóru einnig fram víða um heim.

Þættir