Hið íslenska samningalíkan er meingallað

ÞÆTTIR  | 20. júní | 10:16 
Fyrirkomulag kjarasamninga hefur verið til skoðunar undanfarið og hafa samningsaðilar samþykkt að breyta nálgun sinni að viðræðunum en undirbúningur þeirra er hafinn. Í viðtali í þættinum Viðskipti með Sigurði Má segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að hann bindi miklar vonir við þetta nýja fyrirkomulag. Hann segir að hið íslenska samningalíkan sé meingallað til lengri tíma litið og hafi skapað ójafnvægi. „Hvernig við berum okkur að við kjarasamninga, er það ekki síður sökudólgur en margt annað." Því segir Þorsteinn að menn hafi kosið að líta til Skandinavíu og einkum Danmerkur til að fá nýja nálgun að samningunum. Því verði stuðst við hið „norræna samningsmódel" í komandi kjarasamningaviðræðum. Þess má geta að Þorsteinn er í ítarlegu viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í dag.

Þættir