Með svipað aðdráttarafl og norðurljósin

VIÐSKIPTI  | 22. ágúst | 12:00 
Borgarhátíðir eru sterkastar utan háannar og þær hafa svipað aðdráttarafl og norðurljósin. Þetta segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, en hann segir að þegar margar slíkar hátíðir séu haldnar á ári hverju, þá sjái ferðamenn borgina sem áhugaverðan viðkomustað.

Borgarhátíðir eru sterkastar utan háannar og þær hafa svipað aðdráttarafl og norðurljósin. Þetta segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, en hann segir að þegar margar slíkar hátíðir séu haldnar á ári hverju, þá sjái ferðamenn borgina sem áhugaverðan viðkomustað. Í þættinum Viðskipti með Sigurði Má segir hann að með öflugu mannlífi, menningu og hátíðum geti ferðamenn verið vissir um að detta alltaf niður á áhugaverða viðburði. Nú um helgina fer fram menningarnótt, en það er stærsti einstaki viðburður Höfuðborgarstofu á árinu.

Einar segir að með borgarhátíðum verði Reykjavík einnig að áhugaverðum áfangastað fyrir ráðstefnur, en með öflugum hátíðum sjái ráðstefnuhaldarar að öflugt mannlíf sé ekki bara í orði, heldur á borði. Hann segir þó vera vöntun á fimm stjörnu hóteli, en slíkt myndi draga að fleiri stórar ráðstefnur, sem í dag horfi alveg framhjá Reykjavík.

Þættir