The Vintage Caravan víkkar heilabúið

TÍMARITIÐ  | 1. nóvember | 16:29 
Í þessum fyrsta Símaklefa dagsins koma fram hinar rísandi stjörnur í sveitinni The Vintage Caravan, en þeir hafa gert það gott undanfarið og skrifuðu m.a. nýlega undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Nuclear Blast.

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spileríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með.

Í þessum fyrsta Símaklefa dagsins koma fram hinar rísandi stjörnur í sveitinni The Vintage Caravan, en þeir hafa gert það gott undanfarið og skrifuðu m.a. nýlega undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Nuclear Blast. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Alexander Örn Númason, Guðjón Reynisson og Óskar Logi Ágústsson. Í Símaklefanum hér að ofan taka strákarnir lagið „Expand Your Mind“, og ætti það að falla í kramið hjá öllum sönnum rokkunnendum. Sveitin spilar á Gamla Gauknum í kvöld klukkan 02:10 og á miðnætti á Amsterdam á sunnudagskvöldið.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves straumum þar á milli.

Þættir