Fjölgun í dýragarðinum í Amneville

FÓLKIÐ  | 21. February | 10:45 
Einn nashyrningur og þrjú tígrisdýr fæddust í dýragarðinum í Amneville í Frakklandi. Þrátt fyrir að vera lítil og krúttleg vó nashyrningurinn 85 kíló þegar hann fæddist.

Fjölgun átti sér stað í dýragarðinum í Amneville í Norðaustur-Frakklandi á dögunum. Einn hvítur nashyrningur og þrjú bengal-tígrisdýr fæddust inn í dýragarðinn. 

Nashyrningurinn fékk nafnið Arenka og er af kvenkyni. Þrátt fyrir að Arenka sé nýfædd og krúttleg er hún síður en svo lítil en þegar hún fæddist vó hún 85 kíló. Tígrisdýrin fengu nöfnin Mohan, Rani og Raja. 

 

Þættir