„Þýskur ef við vinnum, innflytjandi ef við töpum“

ÍÞRÓTTIR  | 23. júlí | 9:22 
Í gær varð ljóst að þýski knatt­spyrnumaður­inn Mesut Özil, einn af heims­meist­ur­um Þjóðverja frá 2014 og leikmaður Arsenal, kveðst ekki leng­ur hafa áhuga á að spila fyr­ir hönd Þýska­lands.

Í gær varð ljóst að þýski knatt­spyrnumaður­inn Mesut Özil, einn af heims­meist­ur­um Þjóðverja frá 2014 og leikmaður Arsenal, kveðst ekki leng­ur hafa áhuga á að spila fyr­ir hönd Þýska­lands.

Í yfirlýsingu frá leikmanninum, sem er aðeins 29 ára, sagði m.a. að sú meðferð sem hann hefði fengið frá þýska knattspyrnusambandinu sem og stuðningsmönnum varð til þess að hann langaði ekki leng­ur til að klæðast landsliðstreyj­unni.

Özil er ættaður frá Tyrklandi en fædd­ur og upp­al­inn í Þýskalandi og segir hann kynþáttafordóma og vanvirðingu hafa leitt til ákvörðunarinnar. „Ég er þýskur þegar við vinnum en innflytjandi þegar við töpum,“ sagði Özil meðal annars.

„Er þetta vegna Tyrklands eða vegna þess að ég er múslimi?“ heldur Özil áfram en í Þýskalandi búa um þrjár milljónir manns sem rekja ættir sínar til Tyrklands.

Forráðamenn þýska knattspyrnusambandsins eiga enn eftir að tjá sig um málið.

Þættir