Spólaði um í mosanum

INNLENT  | 9. nóvember | 23:55 
Myndskeið sem erlendur ferðamaður setti inn á Instagram og YouTube-síður sínar sýnir hvernig hann, eða einhver annar í hans hópi, spólar um á smájeppa í mosa hér á landi. Málið hefur verið tilkynnt til Umhverfisstofnunar.

Myndskeið sem erlendur ferðamaður setti inn á Instagram og YouTube-síður sínar sýnir hvernig hann, eða einhver annar í hans hópi, spólar um á smájeppa í mosa hér á landi. 

Ábending um þetta barst frá lesanda mbl.is, sem notaði forrit í síma sínum til þess að vista umrætt myndskeið.

Ferðamaðurinn sem um ræðir hefur síðan fjarlægt myndskeiðið af Instagram-síðu sinni og lokað aðgangi sínum fyrir öðrum en þeim sem hann samþykkir sérstaklega.

Utanvegaaksturinn hefur verið tilkynntur til Umhverfisstofnunar.

Í myndskeiðinu hér að neðan, sem hlaðið var upp á YouTube, má sjá brot úr myndskeiðinu sem um ræðir. Brotið hefst þegar 1:43 eru liðnar af myndskeiðinu.

 

 

 

Attachment: "utanvegaaksturinn" nr. 10930

 

 

Þættir