mbl | sjónvarp

Það er varla hægt að stoppa Sabin en við erum með Hörð

ÍÞRÓTTIR  | 1. júní | 22:59 
Valur Orri Valsson reyndist sínum mönnum í Keflavík ansi vel í kvöld þegar þeir hirtu sigur í fyrsta leik einvígis gegn KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik.

Valur Orri Valsson reyndist sínum mönnum í Keflavík ansi vel í kvöld þegar þeir hirtu sigur í fyrsta leik einvígis gegn KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik.

Keflavík hafði betur gegn KR í fyrsta leik

 

Valur Orri skoraði 11 stig og sendi 6 stoðsendingar á félaga sína en ýmislegt annað sem ratar ekki á tölfræðiblaðið var Valur að leggja í púkkið hjá sínum mönnum. 

Valur sagði að mikil orka hafi farið í þennan leik í kvöld og að það hafi tekið Keflvíkinga smá tíma að komast í takt við leikinn.

Valur sagði að varnarleikur Keflvíkinga hafi gert útslagið á loka kafla leiksins og fært Keflvíkingum sigurinn. 

Aðrir

Mest skoðað

Loading