Gallabuxur fyrir iPod glymskratta

Væntanlegar á markaðinn eru gallabuxur fyrir iPod glymskratta.
Væntanlegar á markaðinn eru gallabuxur fyrir iPod glymskratta. mbl.is/Golli

RedWire DLX heita gallabuxur sem Levi Strauss fyrirtækið mun setja á markaðinn næst komandi ágúst. Buxurnar verða með móttökustöð (e. docking station) og fjarstýringu fyrir iPod glymskratta í vösunum. Þær verða einnig með heyrnartólum og koma til með að kosta um 200 bandaríkjadali eða rúm 12 þúsund íkr á bandaríkjamarkaði.

Ekki hafa enn birst myndir af brókunum né heldur leiðbeiningar um hvernig eigandinn á að geta þvegið þær. Fréttavefur BBC skýrði frá því að um 42 milljónir iPod glymskratta hafi selst og hrundið af stað heilum iðnaði af aukahlutum, frá hulstrum upp í vasaljós og útvarpssenda sem tengjast þeim.

Framleiddur hafa verið jakkar og úlpur sem geta tekið við iPod en Levi verða trúlegast fyrstir með slíkar buxur á markaðinn.

mbl.is