Fellibylir tíðari en áður

Fellibylurinn Ernesto.
Fellibylurinn Ernesto. Reuters

Niðurstaða nýrrar rannsóknar á fellibyljum á Atlandshafi er sú að fjöldi þeirra hafi tvöfaldast á síðastliðinni öld. Þar segir jafnframt að hækkun á hita yfirborðs sjávar og breyting á mynstri vinda vegna loftslagsbreytinga er orsök aukningarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sumir vísindamenn segja fellibyli koma í árvissum hrinum, en rannsakendur þessarar rannsóknar segja að ekki sé aðeins um náttúrulegar breytingar að ræða, heldur hafi tíðnin aukist á þessari öld. Fjöldi fellibylja hefur aukist til muna síðan um miðjan níunda áratuginn.

Í rannsókninni sem gefin er út af Heimspekilegum skýrslum Konunglega samfélagins í London (Philosophical Transactions of the Royal Society in London) var tíðni slíkra storma skoðuð frá árinu 1900 til dagsins í dag og kom í ljós að tvöfalt fleiri fellibylir myndast ári hverju miðað við fyrir 100 árum.

Þá segja vísindamennirnir að 60-70% fellibyljanna í dag orsakist beint af gróðurhúsaáhrifum. Spáð er 9 fellibyljum á árinu, þar af 5 sem gert er ráð fyrir að verði mjög sterkir.

mbl.is

Bloggað um fréttina