Hið íslenska reðasafn tíu ára

Á reðasafninu á Húsavík.
Á reðasafninu á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Hið íslenska reðasafn á Húsavík er tíu ára um þessar mundir, og í tilefni þessara tímamóta bauð Sigurður Hjartarson reðastofustjóri bæjarbúum og gestum frítt inn á safnið í dag. Sigurðu segir aðsóknina hafa aukist ár frá ári, og aldrei hafa verið meiri en í ár. Það stefni í 25% aðsóknaraukningu frá því í fyrra.

Sýningargripum er alltaf að fjölga. Þegar Sigurður opnaði safnið í Reykjavík fyrir tíu árum voru 63 gripir á safninu, en í dag eru þeir 257, sá nýjasti af íslenskum graðhesti. Safnið var opnað á Húsavík í maí 2004.

Sigurður Hjartarson reðasafnsstjóri við búrhvalsreður, stærsta safngripinn.
Sigurður Hjartarson reðasafnsstjóri við búrhvalsreður, stærsta safngripinn. mbl.is/Hafþór
mbl.is