Hægt að búa til Google kort af Íslandi

Google
Google AP

Google hefur tekið í notkun sérstakt kortagerðarforrit sem kallast Google Map Maker. Það gerir notendum kleift að breyta og bæta upplýsingum við kortagagnagrunn fyrirtækisins. Þetta kemur fram á sérstakri kortabloggsíðu Google sem skoða má hér.

Á síðunni kemur fram að Google Map Maker sé mikilvægt skref í því að virkja notendur Google Maps og gefa þeim möguleika á að búa til hágæðakort af hverfum sínum, borgum og löndum. Forritið geri fólki kleift að bæta við og breyta flestu því sem hægt er að sjá á kortum, s.s. vegum, vötnum, almenningsgörðum, áhugaverðum stöðum o.s.frv. Um leið og þetta er gert uppfærast kortin sjálfkrafa.

Hægt er að búa til kort af löndum á borð við Kýpur, Ísland, Pakistan, Víetnam o.m.fl. Einhver gögn eru þegar til staðar en á síðu Google kemur fram að nauðsynlega þurfi að bæta við upplýsingum um þessa staði. Gott væri að fá þær upplýsingar frá íbúum staðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...