Hægt að búa til Google kort af Íslandi

Google
Google AP

Google hefur tekið í notkun sérstakt kortagerðarforrit sem kallast Google Map Maker. Það gerir notendum kleift að breyta og bæta upplýsingum við kortagagnagrunn fyrirtækisins. Þetta kemur fram á sérstakri kortabloggsíðu Google sem skoða má hér.

Á síðunni kemur fram að Google Map Maker sé mikilvægt skref í því að virkja notendur Google Maps og gefa þeim möguleika á að búa til hágæðakort af hverfum sínum, borgum og löndum. Forritið geri fólki kleift að bæta við og breyta flestu því sem hægt er að sjá á kortum, s.s. vegum, vötnum, almenningsgörðum, áhugaverðum stöðum o.s.frv. Um leið og þetta er gert uppfærast kortin sjálfkrafa.

Hægt er að búa til kort af löndum á borð við Kýpur, Ísland, Pakistan, Víetnam o.m.fl. Einhver gögn eru þegar til staðar en á síðu Google kemur fram að nauðsynlega þurfi að bæta við upplýsingum um þessa staði. Gott væri að fá þær upplýsingar frá íbúum staðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...