Íslenskur tölvuleikur tilnefndur til norrænna verðlauna

Merki Gogogic
Merki Gogogic

Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic hefur verið tilnefnt til Nordic Game verðlaunanna sem afhent verða 19. maí, næstkomandi. Fyrirtækið er tilnefnt fyrir leik sinn Symbol6, sem kom nýverið út fyrir iPhone, í flokki þeirra fyrirtækja sem þykja hvað efnilegust á Norðurlöndunum, um þessar mundir.

Nánari upplýsingar um leikinn

mbl.is