Stöðugt fleiri karlar í brjóstaminnkun

Stjór karlmannsbrjóst stafa oftar en ekki af offitu.
Stjór karlmannsbrjóst stafa oftar en ekki af offitu.

Stöðugt fleiri karlar fara nú í brjóstaminnkunaraðgerðir og að sögn breskra lýtalækna er mestur vöxtur í þessari grein lýtalækninganna þar í landi.

Fram kemur á fréttavef BBC, að árið 2008 hafi 581 karlmaður gengist undir slíka aðgerð í Bretlandi, 80% fleiri en árið á undan. 

Haft er eftir einum lýtalækni, Rajif Grover, að umfjöllun í karlatímaritum hafi meðal annars valdið þessari aukningu. Hann segir að stór karlmannsbrjóst stafi hins vegar oftar en ekki af offitu og því ráðleggi hann körlum að reyna frekar að ráða bót á þessu með því að breyta um lífsstíl.

Enn eru langflestar lýtaaðgerðir í Bretlandi gerðar á konum eða 9 af hverjum 10. Algengustu aðgerðirnar eru gerðar til að stækka brjóst. 

mbl.is