Stærsti borgarísjaki í 50 ár

Gríðarstór ísjaki hefur brotnað frá Grænlandsjökli. Jakinn er um 260 ferkílómetrar að stærð, en til samanburðar má geta þess að Malta er 316 ferkílómetrar.

Andreas Muenchow prófessor við háskólann í Delaware segir þetta sé stærsti borgarísjaki sem sést hefur síðan árið 1962. Ísjakinn brotnaði á fimmtudag frá svokölluðum Petermann-jökli á norðvestur strönd Grænlands. Hann er því í hafi í Naressundi á milli Grænlands og Kanada. Borgarísinn stefnir í suður.

Gervihnattarmyndir sýnir að Petermann-jökull hefur minnkað um fjórðung eftir að ísinn brotnaði.

 
Þessi borgarísjaki er lítill miðað við jakann sem brotnaði frá …
Þessi borgarísjaki er lítill miðað við jakann sem brotnaði frá Peterman-jökli. mbl.is/Una
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert