Örþunnar fartölvur og spjaldtölvuvæðing í fyrirtækjum

Matthew Kohut starfar sem sérfræðingur hjá Lenovo.
Matthew Kohut starfar sem sérfræðingur hjá Lenovo.

Fartölvur sem eru einungis 16 mm að þykkt, spjaldtölvuvæðing í fyrirtækjum og níðsterkt gler yfir tölvuskjám er meðal nýjunga á fartölvumarkaðinum á þessu ári, að sögn Matthew Kohut, sérfræðings frá Lenovo tölvuframleiðandanum, sem var nýverið með erindi á vegum Nýherja.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að Matthew segi að tölvuumhverfi fyrirtækja muni breytast mjög hratt með tilkomu nýrra samskiptatækja sem þurfi aðgang að tölvukerfum en falli ekki undir hefðbundna tölvunotkun eins og við þekkjum í dag.

Nefndi hann Lenovo ThinkPad spjaldtölvu, sem komi á markað í sumar, sem dæmi. Hún sé búin Android 3.0 stýrikerfi sem sé aðlagað að þörfum fyrirtækja með tilheyrandi öryggisstillingum.

Umfjöllun um erindi Kohuts á heimasíðu Nýherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert