Hafna kenningu um örverur úr geimnum

Loftsteinn hrapar yfir Stonehenge á Englandi.
Loftsteinn hrapar yfir Stonehenge á Englandi. Reurers

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sögðu í dag, að engar vísindalegar sannanir styddu fullyrðingar félaga þeirra um, að steingerðar leifar övera utan úr geimnum hefðu fundist í loftsteinum á jörðinni. 

Vísindamaðurinn Richard Hoover, sem hefur starfað hjá NASA í hálfan fimmta áratug, birti á föstudag grein í nettímaritinu Journal of Cosmology þar sem hann segist hafa fundið þessar örverur í afar sjaldgæfum loftsteinum en aðeins 9 slíkir steinar eru þekktir á jörðinni.

Carl Pilcher, forstöðumaður hjá NASA, segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem Hoover kemur fram með fullyrðingar af þessu tagi. Pilcher segist ekki vita til þess, að aðrar rannsóknir styðji þær niðurstöður Hoovers, að þessar överur hafi verið í loftsteininum áður en féll til jarðar.

„Einfaldasta skýringin er, að það eru örverur í lofsteinum en þær eru upprunnar á jörðinni. Með öðrum orðum, þá eru þær mengun," sagði Pilcher.

Hann sagði, að loftsteinarnir, sem Hoover rannsakaði, hafi fallið til jarðar fyrir 1-2 öldum og margir hafi handfjatlað þá „og því er eðlilegt að það finnist örverur á þessum steinum." 

Fleiri vísindamenn hjá NASA hafa tekið í svipaðan streng og Pilcher. 

Vefur Journal of Cosmology

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...