80% kóralrifanna horfið á hálfri öld

AFP

Á aðeins fimm áratugum hafa um 80% af kóralrifunum úti fyrir strönd Brasilíu tapast. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn umhverfisráðuneytisins landsins sem birt var í dag.

Kóralrifin við Brasilíu samanstanda af 18 tegundum kórala og þörunga. Stærstu rifin eru skammt frá landi, m.a. utan við borgina Fortaleza.

Einn þeirra vísindamanna sem unnu rannsóknina segir ástæður þess að rifin séu að hverfa þá að þau þoli ekki þá miklu mengun sem komi frá landbúnaði og iðnaði.

mbl.is