Fyrstu athuganirnar á fjarreikistjörnum

Snævarr Guðmundsson.
Snævarr Guðmundsson. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnuáhugamaðurinn Snævarr Guðmundsson varð nýlega fyrsti Íslendingurinn til þess að gera athuganir á fjarreikistjörnum, reikistjörnum utan sólkerfis okkar, þegar hann kannaði þvergöngu þriggja reikistjarna fyrir sólstjörnur sínar.

Snævarr hefur sent athuganir sínar í alþjóðlegan gagnabanka um rannsóknir á fjarreikistjörnum þar sem þær hafa þegar verið samþykktar.

Slíkar mælingar eru gríðarlegt nákvæmnisverk en þær miða að því að nema breytingu á ljósstyrk frá fjarlægum sólstjörnum þegar reikistjörnur sem vitað er að ferðast á braut um þær ganga þvert fyrir þær séð frá jörðu.

„Ég hef stundum sagt fólki að birtubreytingin sé svipuð og ef mældur væri ljósstyrkur frá götulukt í Keflavík, séð frá Reykjavík og svo flygi fluga fyrir ljósið. Ljósdeyfingin er svipuð,“ segir Snævarr í umfjöllun um stjörnurannsóknir hans í Morgunlaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka