Tölvuleikurinn GTA V slær öll met

Fjölmargir hafa keypt tölvuleikinn Grand Theft Auto V síðan sala …
Fjölmargir hafa keypt tölvuleikinn Grand Theft Auto V síðan sala á honum hófst. Sky-fréttastofan

Tölvuleikurinn GTA V kom út á þriðjudag á leikjatölvunum Play Station 3 og XBox 360. Strax fyrsta daginn hagnaðist útgefandi leiksins, bandaríska fyrirtækið Take-Two, um 800 milljónir bandaríkjadala. Leikurinn er sá fimmti í röðinni, en fyrsti leikurinn, Grand Theft Auto kom út árið 1997. Leikurinn er frægur fyrir fullorðinslegt innihald, en í leiknum má finna ofbeldi, kynlíf og glæpastarfsemi. 

Nú, þremur dögum eftir að leikurinn kom út hefur hann selst fyrir milljarð bandaríkjadala. Enginn annar tölvuleikur, geisladiskur eða kvikmynd hefur selst betur í gegnum tíðina. Gagnrýnendur keppast við að lofsama leikinn, en það tók um fimm ár að framleiða hann. Til þess að bera hann saman við annan tölvuleik sem átti metið, þá tók það leikinn Call of duty; Black Ops, 15 daga að seljast fyrir milljarð dala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert