Oreo-kex jafn ávanabindandi og kókaín

Gómsæt - en ávanabindandi.
Gómsæt - en ávanabindandi. Af Wikipedia

Hefur þú velt fyrir þér hvers vegna það er erfitt að hætta að borða Oreo-kex eftir að fyrsti bitinn hefur verið tekinn? Ný rannsóknir bendir til að þetta „eftirlætiskex Bandaríkjamanna“ er álíka ávanabindandi og kókaín - í það minnsta hjá rottum.

„Rannsókn okkar styður þá kenningu að feitur og sykraður matur örvar heilann á sama hátt og eiturlyf,“ segir einn höfunda rannsóknarinnar, Joseph Schroeder, í fréttatilkynningu. „Þetta gæti skýrt af hverju að sumt fólk getur ekki staðist þessi matvæli þrátt fyrir að vita að þau eru ekki holl fyrir það.“

Vísindamennirnir rannsökuðu áhrif Oreo-átsins á rottur í nokkrum tilraunum á rannsóknarstofum.

 Einn þeirra, Jamie Honohan, segir að Oreo hafi ekki aðeins verið valið vegna bragðsins heldur einnig af því að í kexkökunum er mikið magn fitu og sykurs. Þá er þetta kex markaðssett sérstaklega á svæðum í Bandaríkjunum þar sem offita er vaxandi vandamál.

Rannsóknin fór þannig fram að rottur voru settar í völundarhús og þeim boðið annað hvort að éta Oreo eða hrískökur. Meðal þess sem kom á óvart var að rétt eins og menn, tóku rotturnar kexkökurnar í sundur og gæddu sér á hvíta kreminu fyrst. Aðrar rottur voru settar í völundarhúsin og þær sprautaðar með kókaíni eða saltvatni áður en þær komust á leiðarenda. Þá var fylgst með því hversu lengi þær væru á leiðinni. 

Niðurstaðan sýndi að hvort sem rotturnar fengu Oreo eða kókaín, þá eyddu þær jafnlöngum tíma í þeim hluta völundarhússins þar sem þær áttu von á „skammtinum“ sínum.

Annar hluti rannsóknarinnar fólst í því að fylgjast með stöðvum í heila þeirra. 

Vísindamennirnir segja að niðurstaðan gefi vísbendingu um af hverju fólk eigi erfitt með að halda sig frá óhollum mat.

Frétt CBS um málið.

mbl.is
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...