Snjallúr næsti kafli í sögu Apple

Snjallúr er næsta gullgæs Apple-tölvurisans, ef marka má kynningu fyrirtækisins í Cupertino í Kaliforníu í dag. „Með snjallúrinu setjum við nýjan staðal þegar kemur að slíkum vörum,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple, við tækifærið. „Nú er komið að næsta kafla í sögu Apple.“

Og nýja úrið Apple er sannarlega snjallt. Með því er hægt að svara símtölum og smáskilaboðum, skoða tölvubréf auk hins hefðbundna möguleika úrs, að athuga hvað tímanum líður. Þá verður hægt að fá alls kyns „öpp“ í úrið sem nýtast til dæmis í heilsuræktinni. Með snjallúrinu og greiðslukerfi Apple, ApplePay, verður einnig hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu með úrinu.

Snjallúrið verður fáanlegt upp úr áramótum.

En snjallúrið var ekki eina varan sem Apple kynnti í dag. Einnig voru kynntir til sögunnar iPhone 6 og iPhone 6 plús. Nýju snjallsímarnir eru stærri en þeir sem eru á markaðnum og líkist iPhone 6 plús helst lítilli spjaldtölvu. Phil Schiller, aðstoðarforstjóri Apple, sagði nýju símana einfaldlega glæsilega. „Þetta eru bestu símar sem við höfum sett í framleiðslu.“

Símarnir koma á markað í 115 löndum fyrir áramót.

Snjallúr Apple.
Snjallúr Apple. AFP
Snjallúr Apple.
Snjallúr Apple. AFP
Nýju símarnir frá Apple. IPhone 5 er lengst til vinstri …
Nýju símarnir frá Apple. IPhone 5 er lengst til vinstri en svo kemur iPhone 6 og þá iPhone 6 plús. AFP
Snjallúr Apple.
Snjallúr Apple. AFP
Snjallúr Apple.
Snjallúr Apple. AFP
Snjallúr Apple.
Snjallúr Apple. AFP
Snjallúr Apple.
Snjallúr Apple. AFP
mbl.is