Noti ljóð sem lykilorð

Það getur verið hausverkur að búa til og muna örugg …
Það getur verið hausverkur að búa til og muna örugg lykilorð. Mbl.is/Brynjar Gauti

Margir eiga í mestu erfiðleikum með að muna lykilorð fyrir tölvupóst, samfélagsmiðla og aðra þjónustu á netinu. Öryggi leyniorðanna eykst hins vegar ekki endilega í hlutfalli við hversu erfitt er að muna þau. Höfundar nýrrar rannsóknar stinga upp á örljóðum sem öruggum lykilorðum sem auðvelt er að muna.

Myndasaga sem Randall Munroe sem heldur úti vefsíðunni Xkcd birti fyrir fjórum árum varð þeim Marjan Ghazvininejad og Kevin Knight frá Háskólanum í Suður-Kaliforníu innblástur að rannsókninni. Í sögunni bendir Munroe á að undanfarin tuttugu ár hafi tekist að þjálfa fólk til að nota lykilorð sem sé erfitt fyrir manneskjur að muna en auðvelt fyrir tölvur að giska á.

Þannig stakk hann upp á nota leyniorð sem samanstæðu af fjórum handahófsvöldum orðum eins og „rétt rafhlöðu hest hefti“. Þau væru mun auðveldari að muna en orð þar sem búið væri að skipta sumum bókstöfunum út fyrir tákn og margfalt erfiðara væri fyrir tölvuforrit sem hakkarar nota að prófa allar mögulegar samsetningar til þess að geta upp á lykilorðinu.

Sagan sem varð höfundum rannsóknarinnar innblástur.
Sagan sem varð höfundum rannsóknarinnar innblástur. xkcd/Randall Munroe

Þeir Ghazvininejad og Knight leggja til aðeins frábrugðna aðferð í rannsókn sinni. Þeir útluta hverju orði í orðabók með rúma 327 þúsund orðum eigin dulmáli. Tölva sér svo um að búa til langa röð talna sem er brotin upp í minni hluta og svo þýdd yfir í tvær setningar sem ríma, að því er kemur fram í frétt Washington Post.

„The latest Union Rodeo/amounts of aiding dynamo,“ verður þannig lykilorð sem er bæði gríðarlega öruggt og auðveldara að muna fyrir venjulegt fólk en handahófskennd runa talna og bókstafa.

Miðað við núverandi vinnslugetu tölva áætlar Knight að það tæki hakkara um það bil fimm milljón ár að ráða í dulmálið.

Ókosturinn, enn sem komið er, er að margar vefsíður krefjast þess að blandað sé saman bókstöfum og táknum. Það væri hins vegar einfalt að lesa með því að setja einhvers konar tákn á milli orðanna. Þá eru einnig víða lengdarmörk á leyniorðum en margir eru af afnema þau til að bjóða upp á öruggari lykilorð. 

Frétt Washington Post um rannsóknina

Grein Charlie Brooker um leitina að hinu fullkomna lykilorði

Myndasagan á xkcd

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert