Sjaldséð flugleið yfir Íslandsströndum

Vélin nýtti sér norðlæga skotvinda sem náðu frá austurströnd Íslands ...
Vélin nýtti sér norðlæga skotvinda sem náðu frá austurströnd Íslands norður í Íshaf. Mynd/Flightradar24

Fyrir hádegi í dag hófst ferðalag Boeing 777-flugvélar British Airways frá London til Tókíó í Japan. Alla jafna á þessari flugleið nýta flugmenn sér sterka skotvinda (e. jet streams) sem blása í austurátt og er því flogið beint í austur eða í norðaustur og yfir norðlægari slóðir til að stytta vegalengdina með því að nýta hnattlaga form jarðarinnar. Í dag var aftur á móti flogið næstum beint í norður fram hjá Íslandi og að Jan Mayen áður en stefnan var tekin yfir heimskautasvæðið í átt að Tókíó.

Jón Gunnlaugsson, aðalvarðstjóri í flugstjórnarmiðstöð Isavia í Reykjavík, segir að á þessum fluglegg, milli London og Tókíó, sé mjög sjaldgæft að sjá þessa leið farna. Ástæðan sé aftur á móti sú að skotvindarnir liggi í norðurátt en ekki hina hefðbundnu austurátt. British Airways hafi séð sér leik á borði og nýtt sér vindinn þrátt fyrir að hann hafi verið talsvert af leið.

Segir Jón að vindstyrkur í þessum skotvindi sé á bilinu 100 til 200 sjómílur. Flugvélar fljúgi venjulega um á tæplega 500 sjómílna hraða og því skipti þessi vindur miklu máli þegar horft sé til þess að komast á sem hagkvæmasta hátt milli staða, en ekki endilega stystu leiðina.

Vísindavefur Háskóla Íslands: Hvað eru háloftavindar

Til að setja þennan útúrdúr í samhengi segir Jón að algengasta borgarpörunin á þessum slóðum sé á milli New York og Hong Kong, en að nú komi vélin frá London svona langt norður til að detta inn á sama fluglegginn við Svalbarða.

Flugumferðarstjórn frá Íslandi hefur umsjón með stóru svæði á Norður-Atlantshafi og segir Jón að í heildina telji flug til Keflavíkur fyrir um 30% af umferðinni, en svokallað yfirflug, líkt og fyrrnefnt flug frá London til Tókíó, fyrir um 70%. Segir hann að janúar í ár hafi verið sérstalega annasamur mánuður og umferðaraukningin í mánuðinum numið 21% miðað við í janúar í fyrra.

Almennt er janúar einn rólegasti mánuður ársins að sögn Jóns, en janúar í ár hafi verið stærri en fimm aðrir mánuðir á síðasta ári. Það er ekki bara fjölgun fluga til Keflavíkur sem skýrir það heldur einnig mikil fjölgun yfirfluga.

Það var vefurinn Flightradar24 sem benti á þetta sérkennilega flug í dag, en hægt er að skoða ferð flugvélarinnar nánar á þeim vef. Er vélin þegar þetta er skrifað rétt ókomin til Tókíó.

mbl.is
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...