Lokuðu vefsíðu sem tengist tölvuárásum

AFP

Samstarf breskra og hollenskra lögregluyfirvalda skilaði sér í því að vefsíðu, sem talin er tengjast yfir fjórum milljónum tölvuárása víða um heim, var lokað. Meðal þeirra sem urðu fyrir árásunum voru stórar fjármálastofnanir.

Fram kemur í frétt AFP að lögregluyfirvöld í Serbíu, Króatíu og Kanada hafi einnig komið að málinu ásamt löggæslustofnun Evrópusambandsins, Europol. Tölvuglæpamenn notuðu ódýra netþjónustu sem vefsíðuna sem um ræðir, Webstresser.org, bauð upp á til þess að gera árásir á fórnarlömb sín og lama netkerfi þeirra.

Breska lögreglan framkvæmdi húsleit í borginni Bradford og lagði hald á ýmis konar búnað á meðan hollenska lögreglan, með aðstoð frá Þýskalandi og Bandaríkjunum, lagði hald á netþjóna vefsíðunnar og lokaði henni.

Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert