SpaceX segir upp 10% starfsmanna

Elon Musk, eigandi SpaceX.
Elon Musk, eigandi SpaceX. AFP

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu milljarðamæringsins Elon Musk, hyggst segja upp 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins. Yfir sex þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu.

Ástæða uppsagnanna er sögð „gríðarlega erfið viðfangsefni sem fram undan eru,“ líkt og segir í tilkynningu frá SpaceX. Þar segir jafnframt að fyrirtækið þurfi að minnka umfang sitt til að ná markmiðum sínum um að komast til Mars og koma á alheimsnettengingu úr geimnum.

Í júní í fyrra rak Musk sjö stjórnendur fyrirtækisins sem höfðu umsjón með gervihnattaverkefni SpaceX, en fyrirtækið keppir við OneWeb og Telesat um að verða fyrsta fyrirtækið til að setja gervihnattanet í loftið.

Þá stefnir SpaceX á að koma mönnuðu geimfari til Mars árið 2024 en fyrirtækinu hefur enn ekki tekist að koma manni út í geiminn.

Frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert