Örvera kemur í veg fyrir malaríu í moskító

Örveran heldur til í meltingarvegi og kynfærum moskítóflugunnar, en við …
Örveran heldur til í meltingarvegi og kynfærum moskítóflugunnar, en við rannsóknina kom í ljós að engin þeirra moskítófluga sem hafði örveruna var sýkt af malaríu. AFP

Vísindamenn hafa uppgötvað örveru sem kemur algjörlega í veg fyrir að moskítóflugur smitist af malaríu og segja uppgötvunina vekja góða von um að hægt verði að hafa hemil á útbreiðslu malaríu.

Malaría berst manna á milli með moskítóbitum og þannig myndu aðgerðir til að verja moskítóflugur gegn sjúkdómnum einnig verja menn gegn malaríu.

Örveran, Microsporidia MB, fannst við rannsóknir á moskítóflugum við strendur Viktoríuvatnsins í Kenýu. Örveran heldur til í meltingarvegi og kynfærum moskítóflugunnar, en við rannsóknina kom í ljós að engin þeirra moskítófluga sem hafði örveruna var sýkt af malaríu.

Vísindamenn skoða nú hvort hægt sé að sleppa moskítóflugum sem hafa örveruna lausum á fleiri svæðum til að breiða örveruna út, eða að nota gró til að bæla sjúkdóminn niður.

Umfjöllun BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert