Bóluefni prófað á mönnum

Um 120 fyrirtæki og stofnanir um heim allan vinna hörðum …
Um 120 fyrirtæki og stofnanir um heim allan vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni sem virkar gegn kórónuveirunni. AFP

Tilraunir á bóluefni gegn kórónuveirunni á mannfólki eru hafnar í Bretlandi, þar sem um 300 sjálfboðaliðar verða bólusettir á komandi vikum.

Tilraunin er á vegum Imperial College í London, en tilraunir með bóluefnið á dýrum hafa gefið góða raun og sýnt fram á að það sé öruggt og valdi virkri ónæmissvörun. Sérfræðingar hjá Oxford-háskóla hafa þegar hafið tilraunir á fólki.

Um 120 fyrirtæki og stofnanir um heim allan vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni sem virkar gegn kórónuveirunni.

Frétt BBC

mbl.is