Á 98.974 afkomendur

Helga Rafnsdóttir, sem fædd var árið 1701 á flesta afkomendur, …
Helga Rafnsdóttir, sem fædd var árið 1701 á flesta afkomendur, eða samtals tæplega 100 þúsund. Líklegt er að einhver þeirra leynist á þessari mynd. mbl.is/​Hari

Íslendingabók vekur í dag athygli á nýrri virkni ættfræðivefsins, en nú er hægt að skoða hversu marga afkomendur einstaklingar eiga. Til þess að hægt sé að skoða fjölda afkomenda þurfa einstaklingarnir að vera fæddir eftir 1700 og að eiga barnabörn.

Í tilkynningu Íslendingabókar kemur fram að bæði sé tiltekið hversu margir séu látnir eða á lífi. Þá kemur fram að sá einstaklingur sem eigi flesta afkomendur og sé fæddur eftir 1700 sé Helga Rafnsdóttir (1701-1731), en hún á 98.974 afkomendur.

mbl.is