Ofsaþreyta og orkuleysi

Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga.
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. mbl.is/Ásdís

„Einkenni á ME er meðal annars ofsaþreyta og minnkandi orkustig, þannig að fólk getur ekki unnið. Miðað við það sem við vitum og vitum ekki um ME, þá veltum við því fyrir okkur hvort Covid sé einn af þeim þáttum sem setja ME-sjúkdóminn í gang.“

Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kom í dag.

„Það veit í raun enginn nóg um þennan sjúkdóm,“ segir Már og segir lækna erlendis vera að skoða hvort tengsl geti verið þar á milli. Már segir ekki að undra að fólk óttist það í kjölfar veirusýkingar að að fá ME-sjúkdóminn, sem stundum hefur verið kallaður síþreyta á íslensku, þó síþreyta sé í raun aðeins eitt einkenna sjúkdómsins. Engin lækning hefur fundist við sjúkdómnum þótt margt sé gert til að lina þjáningar og minnka einkenni.

„En það er einnig til fyrirbæri sem nefnist Post Viral Fatigue og má ekki rugla saman við ME. Þá er oft miðað við að einkennin vari allt að sex mánuðum eftir veirusýkinguna. En ef einkennin fara umfram þann tíma, þá uppfylla þau skilyrði á skilgreiningu ME,“ segir Már og nefnir að þegar lengri tími er liðinn verði hægt að skilja betur afleiðingar kórónuveirunnar og hvort hún valdi ME-sjúkdóminum.

Annað sem veldur læknum nokkrum heilabrotum er heilaþoka sem fólk telur upp sem eitt af einkennum Covid; jafnvel hálfu ári síðar. „Við erum öll að hrörna alveg frá tvítugu,“ segir Már og bætir við að kórónuveirusýking geti í raun hraðað þessari heilahnignun, sem sé þá hugsanlega óafturkræf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »