Sjálfkeyrandi bifreið fór 576 kílómetra

Tesla Model 3.
Tesla Model 3.

Í nýju myndbandi á Youtube má nú sjá sjálfkeyrandi bifreið Tesla keyra um 358 mílna leið, eða 576 kílómetra. Leiðin lá frá höfuðstöðvum Space X í Los Angeles til Kísildalsins í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Ferðin tók alls um sex klukkustundir.

Myndbandið má sjá hér að neðan, en „ökumaðurinn“ þurfti einungis einu sinni að grípa inn í. Það var þegar hlaða þurfti bifreiðina en það tók einungis um 75 sekúndur að því er segir í myndbandinu. 

Að bæta við sjálfkeyrslu í bifreiðar frá Tesla kostar um 10 þúsund dali. Slíkur búnaður verður tiltækur innan fárra mánaða og gerir bifreiðinni kleift að stöðva við umferðarljós, þekkja skilti, skipta um akrein og leggja.

Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að hægt sé að láta bílinn ferðast milli staða án þess að nokkur lifandi vera sé um borð. Manneskja verður að vera um borð ef svo ólíklega vill til að grípa þurfi inn í. 

mbl.is