Kínverski hópurinn kominn í geimstöðina

Shenzhou-12 geimskutlan.
Shenzhou-12 geimskutlan. AFP

Hópur kínverskra geimfara hefur tengst nýrri geimstöð Kína, um 7 klukkustundum eftir að honum var skotið á loft frá Gobi-eyðimörkinni í gærkvöldi. 

Geimfararnir munu nú færa sig um borð í nýju stöðina. Þar fær hver geimfari einkaherbergi útbúið hlaupabretti og fjarfundabúnaði. Áætlaður dvalartími þar er þrír mánuðir. 

Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir að allt hafi gengið að óskum. 

mbl.is