Lengsta mannaða geimferð í sögu stofnunarinnar

Geimförunum var vel fagnað á leið um borð.
Geimförunum var vel fagnað á leið um borð. AFP

Þrír geimfarar munu fara jómfrúarferðina í nýja kínverskri geimhöfn. Þeim verður skotið á loft frá Gobi-eyðimörkinni í Kína snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttaveitan AFP segir þetta lengstu mönnuðu ferð í sögu kínversku geimstofnunarinnar.

Geimflaugin mun fljúga að nýrri geimstöð Kínverja og tengjast henni, farþegarnir muni þá færa sig um borð í nýju stöðina. Þar fær hver geimfari einkaherbergi útbúið hlaupabretti og fjarfundabúnaði. Áætlaður dvalartími þar er þrír mánuðir.

Hluti af afmælisherferð Kommúnistaflokksins

Yfirvöld í Kína halda upp á hundrað ára afmæli Kommúnistaflokksins í upphafi júlí og sumir álíta þessar framfarir í geimmálum sem hluta af áróðursherferð flokksins.

Kínverjar hafa í auknum mæli sent menn út í geim eftir að Bandaríkin bönnuðu kínverska geimfara í Alþjóðageimstöðinni sem er samstarfsverkefni Evrópuþjóða, Kanada, Rússlands, Japans og Bandaríkjanna.

mbl.is