Menntunarlesblinda

Nýtum okkur fremstu vísindin í lestrarkennslu barna og unglinga, skrifa …
Nýtum okkur fremstu vísindin í lestrarkennslu barna og unglinga, skrifa höfundar greinarinnar. mbl.is/Hari

Nýtum okkur fremstu vísindin í lestrarkennslu barna og unglinga, skrifa Hermundur Sigmundsson, Helga Sigrún Þórsdóttir, Herdís Rós Njálsdóttir og svava Þ. Hjaltalín, í grein sinni um læsi og lestrarerfiðleika og mikilvægi þess að auka lesskilning:

Kannanir sýna að um það bil 39% barna í Reykjavík (2019) ná ekki að lesa sér til gagns við lok 2. bekkjar. Þetta hlutfall þyrfti að lækka niður í 10-20%, sem er markmið Kveikjum neistann!-nálgunarinnar. Prófessor Sissel Skaalvik kallar bilið milli þeirra sem hafa færni til að læra að lesa og þeirra sem hafa líffræðilegar ástæður fyrir lestrarerfiðleikum „menntunarlesblindu“ (e. educational dyslexia).

Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við NTNU í Þrándheimi …
Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við NTNU í Þrándheimi og prófessor við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, MVS, Háskóla Íslands. mbl/Kristinn Magnússon

Skoðum þetta aðeins betur. Alls eru það um 39% barna í 2. bekk í Reykjavík sem ekki hafa náð læsi við lok skólaársins (gátu ekki lesið sér til gagns). Fræðimennirnir John Stein (Oxford University) og Joel Talcott (Aston University) telja að 2-4% einstaklinga hafi lífeðlisfræðilegar ástæður fyrir lesblindu (e. visual processing problems).

Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetursins Menntun og …
Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetursins Menntun og hugarfar við HÍ.

Í vísindagreinum er oft sagt að 4-10% einstaklinga glími við einhvers konar erfiðleika í lestri sem er oft kölluð lesblinda (e. dyslexia). Þannig má segja að í Reykjavík séu um 29-35% barna í 2. bekk sem eru með svokallaða „educational dyslexia“, það er að segja hafa ekki fengið næga þjálfun og stuðning til að ná læsinu. Það merkir að hvorki foreldrar/forráðamenn (hringur 1) né skólinn (hringur 2) (sjá mynd 1) hafi náð að kenna þeim börnum að lesa.

Helga Sigrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Vestmannaeyja og læsisfræðingur.
Helga Sigrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Vestmannaeyja og læsisfræðingur.

Tökum 25 barna bekk sem dæmi, þá erum við að tala um 7-9 börn sem vantar þessa aðstoð. Reiknum með að talan sé sú sama fyrir allan árganginn, þá eru það 1.160-1.400 börn á landsvísu. Ef við skoðum PISA 2018, þá er árangur íslenskra 15 ára unglinga í lesskilningi á sama hátt, þá eru það 34% drengja og 19% stúlkna sem ekki lesa sér til gagns. Það merkir að 24-30% drengja og 9-15% stúlkna eru með „educational dyslexia“.

Herdís Rós Njálsdóttir, læsisfræðingur og sérkennari við Grunnskóla Vestmannaeyja.
Herdís Rós Njálsdóttir, læsisfræðingur og sérkennari við Grunnskóla Vestmannaeyja.

Þetta eru staðreyndir sem við verðum að skoða betur og bregðast við. Við verðum hreinlega, bæði foreldrar og skóli, að efla markvissa þjálfun og eftirfylgni (samanber fræðimanninn Ericsson). Nýtum okkur fremstu vísindin í lestrarkennslu barna og unglinga. Það sem við köllum „best practice“.

Það að 34% drengja og 19% stúlkna, 15 ára, séu undir þrepi 2 er mjög alvarleg staða því lestur er lykill að þekkingu, menntun og almennum lífsgæðum. Rannsóknir sýna einnig mikilvægi þess að komast upp á þrep 2 eða hærra til að komast í gegnum framhaldsskóla og út í atvinnulífið.

Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við NTNU í Þrándheimi og prófessor við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, MVS, Háskóla Íslands hermundur@hi.is

Helga Sigrún er kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Vestmannaeyja og læsisfræðingur

Herdís Rós er læsisfræðingur og sérkennari við Grunnskóla Vestmannaeyja

Svava er grunnskólakennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetursins Menntunar og hugarfars við HÍ

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »