Frestar Twitter Blue

Elon Musk, eigandi Twitter.
Elon Musk, eigandi Twitter. AFP/Fredric J. Brown og Constanza Hevia

Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ákveðið að fresta nýrri áskrift­arþjón­ustu á miðlinum sem felst í því að not­end­ur geta greitt átta dali á mánuði til þess að fá bláa sönn­un­arstimp­il­inn við hlið nafns síns. 

Þjónustan kallast Twitter Blue en Musk sagði í tísti að hann myndi fresta áskriftarþjónustunni þar til hægt sé að tryggja að um raunverulegan notanda sé að ræða. 

Þá sagði hann að sönnunarstimpillinn yrði líklega í mismunandi litum eftir því hvort notandinn er einstaklingur eða stofnun. 

Musk greindi ekki frá hvenær Twitter Blue yrði tekið til notkunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert