Halastjarna sjáanleg um mánaðamótin

Hér sést halastjarnan ZTF á langferð sinni um himinhvolfið. Nafnið …
Hér sést halastjarnan ZTF á langferð sinni um himinhvolfið. Nafnið á halastjörnunni ZTF segir Sævar vera skammstöfun á „Zwicky Transient Facility“ í höfuðið á sjónaukanum Zwicky, en stjörnufræðingar fundu halastjörnuna fyrst í marsmánuði 2022. Halastjarnan er þó ekki „ný“ og alls ekkert unglamb í mannlegu tímaviðmiði. AFP/NASA/Dan Barlett

Ef veður verður skaplegt á landinu um mánaðamótin verður hugsanlega hægt að sjá halastjörnu fara fram hjá jörðinni fyrsta dag næsta mánaðar, segir Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Sævar veit meira en margur um gang himintunglanna og hefur hlotið viðurnefnið Stjörnu-Sævar vegna síns mikla áhuga á himingeimnum.

Sævar Helgi Bragason segir að mikilvægt sé að fólk undirbúi …
Sævar Helgi Bragason segir að mikilvægt sé að fólk undirbúi sig vel. „Það er hægt að hlaða niður stjörnukorti á vefsíðum eins og theskylive.com og þá er hægt að finna nákvæmlega hvar ZTF er á himninum og nýta sér það til að geta komið auga á hana með litlum stjörnukíki.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

„Halastjarnan ZTF er á ferð sinni á himninum núna. Hinn 12. janúar var hún næst sólu, þá svipað langt frá henni og jörðin er. Þegar halastjörnur komast nálægt sólinni byrja þær að bráðna hressilega og þá eykst yfirleitt birta þeirra. Sólin byrjar að bræða yfirborð halastjörnunnar og blása því burt og þá verður halinn til. Núna 1. febrúar verður hún næst jörðinni og þá er því spáð að hún gæti greinst með berum augum við bestu aðstæður, en sést alla vega með handsjónaukum og litlum stjörnukíkjum.“

Sævar segir að sporbraut halastjörnunnar liggi þannig að möguleiki sé að sjá hana frá Íslandi. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 14. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert