Kuldinn á norðurhveli festur á gervitunglamynd

Ljósmynd/MODIS NASA WorldView

Svona leit Ísland og næsta nágrenni á norðurhveli út þegar eitt gervitungla NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, sveif yfir landinu fyrr í vikunni.

Hafísinn er ekki svo fjarri Vestfjörðum og norðan- og austanvert landið þakið snjó á meðan suðvesturlandið er snjólétt. Skýjamynstur er einkennandi, þar sem kalt og þurrt loft kemur af ísnum og yfir hlýrri sjó.

Lægð austan við landið sést vel á myndinni og sandfok af suðurströndinni.

Vegna frostkulda undanfarið hefur íshröngl víða myndast í innfjörðum og teppt smábátahafnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »